Eini kvenmaðurinn á vinnustaðnum…

Í tilefni af alþjóðlegum baráttudegi kvenna 8.mars var haldinn hádegisfundur „Öll störf eru kvennastörf“ til þess meðal annars að vekja athygli á þeim fjölbreyttu tækifærum sem bjóðast í iðn-, tækni- og verkgreinum. 

Meðal þeirra sem erindi héldu var Eva Björk Sigurjónsdóttir, húsa- og húsgagnasmiður og félagi í Byggiðn, en hún situr í stjórn Félags fagkvenna sem hefur það að markmiði að breyta staðalímynd iðnaðarmanna, en sem dæmi eru konur einungis 1% af félagsmönnum Byggiðnar.

Hér má sjá viðtal RÚV við Evu Björk.